Hofstaðir í Mývatnssveit eru lykilstaður í menningarsögu Norðurlanda
Þar er einstakt minjasvæði með veisluskála frá víkingaöld, kirkjugarði frá miðöldum og fjölda annara fornleifa sem skrá sögu landsins í meir en þúsund ár. Hofstaðir hafa um áratugaskeið verið þungamiðja í fjölbreyttu og umfangsmiklu vísindastarfi sem hefur varpað nýju ljósi á landnám Íslands, samfélag landnámsaldar, búskaparsögu og umhverfisbreytingar í aldanna rás.
Vettvangsakademía á Hofstöðum í Mývatnssveit byggir á einstæðri rannsóknarsögu Hofstaða. Markmið hennar er stunda hágæða vísindarannsóknir á sviði fornleifafræði, umhverfisvísinda og ferðamálafræði; að standa fyrir þjálfun og kennslu á þessum sviðum og þróa lausnir fyrir menningararfsferðaþjónustu.