Rannsóknir

Hvergi er minnst á Hofstaði í fornsögum en munnmæli um hof á Hofstöðum standa á gömlum merg. Í fornleifaskýrslu sóknarprests í Skútustaðaþingum frá 1817 segir frá hring í kirkjuhurð Reykjahlíðarkirkju „Það eru munnmæle, ad Hringur þessi sie ur Hofshurd, sem í Forntid skal hafa staded hier i Sveit á bæ þjem sem á Hofstödum heiter“. Hofrústin komst í fræðibækur strax á síðari hluta 19. aldar. Hin fornu mannvirki á Hofstöðum vöktu áhuga vegna stærðarinnar, sem þótti vísbending um að þarna væru leifar hofsins sem bæjarnafnið vísaði til. Fornleifarannsóknir á Hofstöðum spanna langan tíma, allt frá lokum 19. aldar til dagsins í dag. Fyrir þessar sakir er rannsóknarsaga Hofstaða mjög áhugaverð þar sem kenningar og rannsóknarspurningar byggja á kunnáttu hvers tíma, ný þekking verður til með nýjum rannsóknum sem hvíla á grundvelli hinna fyrri.

Til ígrundunar: 

Af hverju eru Hofstaðir einn mest rannsakaði staður á Íslandi?
Hvaða rannsóknir hafa farið fram og hvaða aðferðum er beitt?

Daniel Bruun við fornleifauppgröft á veisluskálanum. © Fornleifastofnun Íslands.

Rannsóknir á Hofstöðum

1873

Kristian Kålund (1844-1919) var danskur textafræðingur. Hann dvaldi á Íslandi í tvö ár (1872-4) og ferðaðist um landið. Rannsóknir sínar birti hann í ritinu Íslenskir sögustaðir (Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse af Island) og þar er ýtarleg lýsing á „hoftóftinni“ og öðrum sýnilegum minjum á Hofstöðum. Þar er skálatóftinni lýst, 20 faðma langri og 5 faðma breiðri. Fjárhúsin (þá uppistandandi) voru byggð ofan í viðbyggingu við norðurenda skálans og þar sunnan við er lítil hringlaga tóft (jarðhýsið). Ofan við skálatóft er gerði sem talið var hestarétt handa gestum er riðu til hofsins. Þá lýsir hann túngarði er fellur saman við gamla girðingu: „traustlega gerð af torfi og grjóti“ og liggur norður með brekkunni „svo langt sem augað eygir.“ Þá kemur fram að „[m]eð því að bora ofan í „hoftóftina“ hefur fundizt harðtroðið leirgólf eina alin undir yfirborði; einnig eiga málmbútar að hafa fundist þar.“

1896

Daniel Bruun (1856-1931) var liðsforingi í danska hernum. Hann vann jafnframt að viðamiklum og vönduðum fornleifarannsóknum fyrir þjóðminjasafn Dana, einkum á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Bruun kom fyrst til Hofstaða árið 1896. Lýsing hans á hoftóftunum þá var keimlík skráningu Kristians Kålund rúmlega tuttugu árum áður.

1901

Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi (1838-1914) var sjálfmenntaður fræðaþulur. Árið 1893 var Brynjúlfur ráðinn til Hins íslenzka fornleifafélags til að skrá fornminjar í landinu. Hann heimsótti Hofstaði 1901 í slíkum leiðangri um Norðurland og skráði minjar í túninu.

1908

Árið 1908 sneri Daniel Bruun aftur á Hofstaði í fylgd með Finni Jónssyni (1858-1934) prófessor við Kaupmannahafnarháskóla. Um sumarið rannsökuðu þeir minjarnar og var þetta ein fyrsta meiriháttar vísindalega fornleifarannsóknin hér á landi. Þeir grófu upp úr skálatóftinni allri, könnuðu tvær viðbyggingar og grófu skurð í hringlaga tóft norðan við skálann. Niðurstaða þeirra var sú að þarna væri án efa hof. Skálinn sjálfur var talinn veisluskáli, viðbygging við norðurenda hans goðastúka og hringlaga mannvirkið gryfja sem í hafði verið hent úrgangi frá veisluhöldunum. Þessar niðurstöður voru birtar víða um heim og voru þá fyrstu minjar hofs frá víkingaöld sem rannsakaðar höfðu verið.

1965

Olaf Olsen (1928-2015), fornleifafræðingur frá þjóðminjasafni Dana, sótti Hofstaði heim árið 1965. Kenning Olsens var sú að engin sérstök hof hafi verið á víkingaöld. Í stað þess taldi hann að stórir skálar hafi verið heimili höfðingja þar sem einnig hafi verið haldnar mannmargar veislur. Olsen gróf upp úr skurði Bruun í „gryfjuna“ (jarðhýsið). Niðurstaða hans var að þetta væri ekki gryfja fyrir úrgang heldur stór soðhola, þar sem mikið magn matar var eldað fyrir veisluhöld.

1991-1992

Árið 1991 hófust fornleifarannsóknir að nýju á Hofstöðum. Í forsvari voru fornleifafræðingarnir Adolf Friðriksson og Orri Vésteinsson en þeir unnu að rannsóknum á meintum hofminjum á landsvísu. Það sumar var gerður nákvæmur uppdráttur af minjasvæðinu. Ári síðar grófu þeir könnunarskurð þvert yfir norðurenda skálans til að freista þess að aldursgreina minjarnar nákvæmlega.

1995-2002

Árið 1995 var Fornleifastofnun Íslands ses stofnuð og í fyrstu voru rannsóknir á Hofstöðum meginverkefni hennar. Uppgröftur hófst þetta sama ár, fyrst í „gryfjuni“ sunnan við skálann, svo skálabyggingunni sjálfri og viðbyggingum. Fyrstu árin stjórnuðu Adolf og Orri rannsóknum en Gavin Lucas frá 1998. Árið 1997 var settur á fót vettvangsskóli í fornleifafræði í samstarfi við NABO (North Atlantic Biocultural Organisation) og af því leiddi að yfir 200 nemar, á ýmsum háskólastigum víðsvegar að úr heiminum, hlutu þjálfun í fornleifarannsóknum og vísindalegum vinnubrögðum á Hofstöðum. Uppgreftri lauk sumarið 2002. Niðurstöður úr rannsókninni á veisluskálanum (Hofstaðir. Excavation of a Viking age feasting hall) voru gefnar út árið 2009, ritstýrt af Gavin Lucas.

1999-2015

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1712 stendur um Hofstaði: „Bænhús rómast að hjer muni að fornu verið hafa, sem af sje fallið fyrir manna minni.“ Sumarið 1999 voru gerðar jarðeðlisfræðilegar kannanir í túninu austan við gamla bæjarhól Hofstaða en sá hluti túnsins var kallaður „Kirkjugarðurinn“. Mælingarnar leiddu í ljós hringlaga garð með mannvirki í miðjunni. Könnunarskurðir staðfestu að minjarnar væru af kirkju og kirkjugarði. Ári síðar hófust rannsóknir á kirkjugarðinum undir stjórn Hildar Gestsdóttur sem stóðu yfir með hléum til 2015. Unnið er að útgáfu rannsóknarinnar.

2016 –

Snemma árs 2016 skoðaði Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn, nýbirtar gervihnattamyndir sem teknar höfðu verið í Mývatnssveit árið 2012. Þá rak hann augun í það sem honum sýndist vera skálalaga tóft norðan við Hofstaðatúnið. Um haustið gróf Orri Vésteinsson könnunarskurð í tóftina og staðfesti að þar væri íveruhús frá landnámsöld, reist stuttu eftir að landnámslagið féll en fyrir eldgos 940. Þetta áður óþekkta bæjarstæði hefur verið nefnt í Brekkum. Í kjölfarið var ráðist í frekari grunnrannsóknir á svæðinu. Þær hafa sýnt að á bæjarstæðinu eru a.m.k. fjögur mannvirki að skálanum meðtöldum, auk öskuhaugs. Ofan við bæjarstæðið fannst kumlateigur og smiðja í túninu á milli skálanna tveggja. Rannsóknir standa enn yfir og í undirbúningi er að ráðast í frekari fornleifauppgröft á minjastaðnum.

Aðrar rannsóknir í Mývatnssveit

Við rannsóknir á Hofstöðum er ekki einungis horft ofan í jörðina heldur hugað að samhenginu, bújörðinni sjálfri og heildarsvæðinu. Frá 1992 hafa yfir 1260 fornminjar verið skráðar í Mývatnssveit. Umfangsmiklir uppgreftir hafa farið fram í Sveigakoti, Hrísheimum og á Skútustöðum, auk víðtækra smærri rannsókna. Þetta er gert til að afla samanburðarefnis og aldursgreina og kortleggja mannvist á rannsóknarsvæðinu. Fjöldi sérfræðinga kemur að fornleifarannsóknunum sem beinast að landnýtingu, byggingatækni, búfénaði, neysluvenjum, mataræði, heilsufari, hlunnindum og auðlindum, veðurfari, loftslagsbreytingum, efnis- og verkmenningu, trú og útfararsiðum.

Þróun kenninga

Saga Hofstaðarannsókna spannar hátt í 150 ár og endurspeglar þróun kenninga og tækniframfara í fornleifafræði. Rannsóknarspurningar byggja á þekkingu hvers tíma. Ný þekking verður til með nýjum rannsóknum sem hvíla á grundvelli fyrri rannsókna. Nýjar kenningar og túlkanir þýða ekki að þær eldri séu rangar heldur að skilyrði til nýrra uppgötvana hafi skapast. Sérhver uppgtövun kallar fram nýjar spurningar og þrátt fyrir að ekki séu alltaf allir sammála, þá fleygir vísindunum þannig áfram.

Til ígrundunar:
Hvernig hafa kenningar um Hofstaði þróast?

1943 Hof eða ekki hof?

Hof voru talin trúarlegar byggingar, hús þar sem heiðnir menn komu saman og tilbáðu guði sína. Eftir rannsóknir Bruuns og Finns Jónsonar á Hofstaðaskálanum (1908) var almennt talið að þar væri að finna einu öruggu hofminjar á Norðurlöndum. Árið 1943 birti Aage Roussell (1901-1972) efasemdir um að á Hofstöðum væru leifar hofs því að í raun væri þessi skáli ekkert frábrugðinn járnaldarskálum í Skandinavíu. Þetta varð hvatinn að rannsókn Olaf Olsen árið 1965. Niðurstaða hans var að skálinn á Hofstöðum væri ekki sérstakt trúarhús, heldur bólstaður höfðingja, þar sem veislur voru haldnar. 

Um 1990 Á að taka mark á fornsögunum?

Undir lok 20. aldar urðu líflegar umræður meðal nýrrar kynslóðar fornleifafræðinga á Íslandi um hlutverk og áhrif fornsagna á íslenska fornleifafræði. Fyrri rannsóknir voru endurskoðaðar og þar á meðal voru rannsóknir á Hofstöðum, sem í heila öld höfðu verið lykilstaður hvað varðar túlkun á helgihaldi á víkingaöld. Markmið rannsókna á Hofstöðum var í fyrstu  að endurmeta hof í íslenskri fornleifafræði, að aldursgreina rústina og afla frekari upplýsinga um hlutverk hennar, því þrátt fyrir mikilvægi Hofstaða þá var ekkert vitað um aldur minjanna og litlar fornleifafræðilegar upplýsingar hvað varðaði hlutverk húsanna þar. 

Fornleifafræðingur að störfum í Brekkum. © Fornleifastofnun Íslands.

Menningarlandslag í Mývatnssveit 

Rannsóknir á Hofstöðum sýndu að þar voru kjöraðstæður til að svara miklu víðtækari spurningum um fyrstu aldir Íslandsbyggðar. Í kjölfarið var hrundið af stað stóru, þverfaglegu og alþjóðlegu rannsóknarverkefni (Landnám og menningarlandslag / Landscapes of settlement). Verkefnið teygði sig víða um Mývatnssveit, með stórum uppgröftum í Sveigakoti, á Hrísheimum og Skútustöðum, auk fjölmargra minni rannsókna, könnunarskurða og fornvistfræðilegra athugana. Með fornleifarannsóknum var sögð áþreifanleg saga fólksins í Mývatnssveit: Þróun landnáms, lifnaðarhættir og afkoma fyrstu kynslóða, aðlögun að nýjum stað og áhrif þeirra á umhverfið – og áhrif umhverfis á fólkið.

Miðaldir til 20. aldar

Á Hofstöðum eru fjögur megin minjasvæði: bæjarhóllinn, kirkjugarðurinn, veisluskálinn og bæjarstæðið í Brekkum. Frumrannsóknir hafa verið gerðar í Brekkum og stefnt er að frekari rannsóknum næstu árin. Þó að bæjarhóllinn hafi ekki verið markvisst rannsakaður, þá höfum við vísbendingar um nær samfellda búsetu á Hofstöðum frá víkingaöld fram á miðja 20. öld, þegar bæjarhúsin voru flutt. Þetta er vegna þess að öskuhaugar frá bæjarhólnum teygðu sig inn á rannsóknarsvæði kirkjugarðsins, sem liggur þétt austan við bæjarhólinn. Þessar mannvistarleifar veita okkur innsýn í líf og störf fólksins á staðnum í gegnum aldirnar.

Rúmlega 4000 gripir hafa fundist við rannsóknir í kirkugarðinum. Langflestir gripirnir tilheyra þó ekki kirkjunni heldur bárust frá bænum eftir að hætt var að nota kirkjugarðinn. 

Þrátt fyrir að mun minna hafi verið rannsakað af seinni tíma minjum, þá sjáum við að miklar breytingar áttu sér stað á síðmiðöldum á Hofstöðum. Umsvif á bæjarstæðinu og í búskap minnkuðu og minna var borið á tún. Einna minnst er vitað um tímabilið milli gjóskulaganna H-1477 og V-1717. Á þeim tíma bárust engin ruslalög frá bæjarhólnum inn á rannsóknarsvæðið. Merki um aukin umsvif eru svo á 18. öld. Þá aukast aftur sorplögin frá bæjarhólnum og eru lang flestir gripir sem fundust við rannsóknina frá 18. öld og fram á þá 20. Lítið sem ekkert er vitað um bæjarhúsin  sem stóðu þar. Sú þekking liggur í bæjarhóli Hofstaða og bíður frekari rannsókna.

Rannsóknarsaga Hofstaða endurspeglar veruleika íslenskra fornleifarannsókna. Víkingaöld má telja vel rannsakaða í samanburði við önnur tímabil. Áhugi á elstu minjum um landnám og upphaf þjóðveldisins jókst jafnt og þétt á 19. öld í takt við áhuga á Íslendingasögum og aukinn slagkraft í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Áhugi og rannsóknir á síðmiðöldum og nýöld hafa farið vaxandi á undanförnum áratugum en miðaldir hafa minna verið kannaðar. Fyrir liggur rannsóknaráætlun um bæjarhólinn á Hofstöðum. Það verður viðamikil rannsókn, þar sem minjar um 1000 ára búsetu leynast í hólnum.

Heimildaskrá

Mikið hefur verið skrifað um fornleifarannsóknir í Mývatnssveit: bækur, fræðigreinar, ritgerðir – BA/BS, MA/MS og PhD, einnig skýrslur. Hér getur að líta heimildalista um fornleifarannsóknir í Mývatnssveit og tenglar á flestar heimildir. Þessi síða er í stöðugri vinnslu eftir því sem bætist í skrifin.  

Bækur

Árni Einarsson. 2019. Tíminn sefur. Fornaldargarðarnir miklu á Íslandi. Reykjavík: Mál og menning. 

Lucas, G. (ritstj.) 2009. Hofstaðir. Excavations of a Viking Age feasting hall in north-eastern Iceland. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands Monograph Series No.1. 

Fræðigreinar

Adderley, W.P., Simpson, I.A. & Orri Vésteinsson 2008.  Local scale adaptations: a modeled assessment of soil, landscape, microclimatic and management factors in Norse home-field productivities. Geoarchaeology 23, 500-527. 

Adolf Friðriksson, & Orri Vésteinsson. 1997. Hofstaðir revisited. Norwegian Archaeological Review, 30(2), 103-112. 

Adolf Friðriksson, & Orri Vésteinsson. 1998. Fornleifarannsóknir á Hofstöðum í Mývatnssveit 1991-1992 – Forkönnun. Archaeologia Islandica, 1, 74-91. 

Adolf Friðriksson, & Orri Vésteinsson. 1998. Fornleifarannsóknir á Hofstöðum í Mývatnssveit 1995 – gryfja sunnan skála. Archaeologia Islandica, 1, 92-109. 

Adolf Friðriksson, & Orri Vésteinsson. 1998. Hofstaðir í Mývatnssveit – Yfirlit 1991-1997. Archaeologia Islandica, 1, 58-73. 

Adolf Friðriksson, & Orri Vésteinsson. 2003. Creating a past. A historiography of the settlement of Iceland. In J. H. Barrett (Ed.), Contact, continuity, and collapse. The Norse colonisation of the North Atlantic pp. 139-161 . Turnhout: Brepols Publishing. 

Adolf Friðriksson, Orri Vésteinsson& McGovern, T. H. 2004. Recent investigations at Hofstaðir, northern Iceland. In R. A. Housley & G. Coles (Eds.), Atlantic Connections and Adaptations: Economies, environments and subsistence in lands bordering the North Atlantic pp. 191-202. Oxford: Oxbow Books. 

Ascough, P. L., Church, M. J., Cook, G. T., Árni Einarsson, McGovern, T. H., Dugmore, A. J., & Edwards, K. J. 2014. Stable Isotopic (δ13C and δ15N) Characterization of Key Faunal Resources from Norse Period Settlements in North Iceland. Journal of the North Atlantic, 25-42.  

Ascough, P. L., Cook, G. T., Hastie, H., Dunbar, E., Church, M. J., Árni Einarsson, Dugmore, A. J. 2011. An Icelandic freshwater radiocarbon reservoir effect: Implications for lacustrine 14C chronologies. The Holocene, 21, 1073. 

Ascough, P., Church, M., Cook, G., Dunbar, E., Hildur Gestsdóttir, McGovern, T. H., Edwards, K. J. 2012. Radiocarbon reservoir effects in human bone collagen from northern Iceland. Journal of Archaeological Science, 39(7), 2261-2271. 

Ascough, P., Cook, G., Church, M., Dugmore, A., McGovern, T. H., Dunbar, E., Hildur Gestsdóttir, (2007. Reservoirs and radiocarbon: 14C dating problems in Mývatnssveit Northern Iceland. Radiocarbon, 49(2), 947-961.  

Ascough, P., Cook, G., Church, M., Dunbar, E., Árni Einarsson, McGovern, T. H., Hildur Gestsdóttir, 2010. Temporal and spatial variations in 14C reservoir effects: Lake Mývatn, northern Iceland. Radiocarbon, 52(2-3), 1098-1112. 

Árni Einarsson, Oddgeir Hansson & Orri Vésteinsson. 2002. An extensive system of medieval earthworks in Northeast Iceland. Archaeologia Islandica, 2, 61-73. 

Batey, C. E. 2011. Hofstaðir: Does the artefact assemblage reflect its special status? In S. Sigmundsson (Ed.), Viking settlements and society. Papers from the proceedings of the Sixteenth Viking Congress, Reykjavík and Reykholt August 2009 pp. 18-30. Reykjavík: Hið íslenzka fornleifafélag & University of Iceland Press. 

Batt, C. M., Schmid, M. M. E., & Orri Vésteinsson 2015. Constructing chronologies in Viking Age Iceland: Increasing dating resolution using Bayesian approaches. Journal of Archaeological Science, 62, 161-174.  

Brewington, S., Hicks, M., Ágústa Edwald, Árni Einarsson, Anamthawat-Jónsson, K., Cook, G., McGovern, T. H. 2015. Islands of change vs. islands of disaster: Managing pigs and birds in the Anthropocene of the North Atlantic. The Holocene. 

Brown, J.L., Simpson, I.A., Morrison, S.J.L., Adderley, W.P., Tisdall, E. & Orri Vésteinsson, 2012.  Shieling areas: Historical grazing pressures and landscape responses in northern Iceland.  Human Ecology 40, 81-99. 

Burns, A. L., Pickering, M., Green, K. A., Pinder, A. P., Hildur Gestsdóttir, Usai, M.-R., Keely, B. J. 2017. Micromorphological and chemical investigation of late-Viking age grave fills at Hofstaðir, Iceland. Geoderma, 306, 183-194.

Campana, M. G., McGovern, T., & Disotell, T. (2012. Evidence for Differential Ancient DNA Survival in Human and Pig Bones from the Norse North Atlantic. International Journal of Osteoarchaeology, 24(6), 704-708.  

Carlisle, T. & Milek, K. 2016. Constructing society in Viking Age Iceland: Rituals and power. Í Dommasnes, L.H., Gutsmiedl-Schümann, D. & Hommedal, A.T. (ritstj.). The Farm as a Social Arena. Waxman, Münster, bls 245-272 

Cesario, G.M. & Steinberg, J.M. (2023). Differential deposition of bird body parts in domestic Viking Age middens in Iceland. International Journal of Osteoarchaeology, 33(4), 689-700.  

 Collins C.R. 2020. Tuberculosis in medieval Iceland: evidence from Hofstaðir, Keldudalur and Skeljastaðir. Homo. 71(4) 299-316.  

Evans Tang, Harriet J. 2021. ‘Feeling at home with animals in Old Norse sources.’, Home Cultures, 18 (2). pp. 83-104.  

 Hambrecht, G., Feeley, F., Smiarowski, K., Hicks, M., Harrison, R., Brewington, S., Gibbons, K. (2022). A millennium of Icelandic archaeological fish data examined against marine climate records. Quaternary Research, 108, 64-80.  

Hamilton, W. D., & Sayle, K. L. 2019. Stable Isotopes, Chronology, and Bayesian Models for the Viking Archaeology of North-East Iceland. The Journal of Island and Coastal Archaeology, 14(1), 71-81. 

Hicks, M. 2014. Losing sleep counting sheep: Early modern dynamics of hazardous husbandry in Mývatn, Iceland. In R. Harrison & R. A. Maher (Eds.), Human ecodynamics in the North Atlantic pp. 137-152. Lanham, Maryland: Lexington Books. 

Hicks, M., Árni Einarsson, Anamthawat-Jónsson. K, Ágústa Edwald, Þórsson Æ., McGovern, T. H. 2016) Community and Conservation: Documenting Millennial Scale Sustainable Resource Use at Lake Mývatn Iceland. In Oxford University Press Handbook of Historical Ecology and Applied Archaeology. Christian Isendahl & Daryl Stump(eds.) Oxford University Press, New York. 

Hildur Gestsdóttir & G. I. Eyjólfsson, 2005 . Mergæxli í fornri beinagrind frá Hofstöðum í Mývatnssveit. Læknablaðið, 91, 505-509.  

Hildur Gestsdóttir. 2009. Sögur af beinagrindum. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, 2008-9, 123-142. 

Hildur Gestsdóttir 2025.  Hofstaðir in Mývatnssveit. An early religious landscape. In Arneborg, J. & Orri Vésteinssson (eds) Small Churches and Religious Landscapes in the North Atlantic c. 900 – 1300, Turnhout: Brepols, 239-47.

Hiles, W., Lawson, I.T., Roucoux, K.H. & Streeter, R.T. 2021. Late survival of woodland contrasts with rapid limnological changes following settlement at Kalmanstjörn, Mývatnssveit, northeast Iceland. Boreas, 50: 1209-1227. 

Horsley, T. J., & Dockrill, S. J. 2002. A preliminary assessment of the use of routine geophysical techniques for the location, characterisation and interpretation of buried archaeology in Iceland. Archaeologia Islandica, 2, 10-33.  

Hughes, R. E., & Lucas, G. 2009. Geochemical identification of the source for obsidian artefacts from the Viking settlement at Hofstaðir in Mývatnssveit, Northeastern Iceland. Archaeologia Islandica, 7, 41-54. 

Ježek, M. & Hansen S.C.J. 2019. Symbols missing a cause: the testimony of touchstones from Viking Age Iceland. Archaeological and Anthropological Sciences, 11(7), 3423-3434.  

Jones, E. P., Karl Skírnisson, McGovern, T. H., Gilbert, M. T. P., Willerslev, E., & Searle, J. B. 2012. Fellow travellers: a concordance of colonization patterns between mice and men in the North Atlantic region. BMC Evolutionary Biology, 12(1), 35. doi:10.1186/1471-2148-12-35 

Kendall, A. 2014. Material culture and North Atlantic trade in Iceland and Greenland. In R. Harrison & R. A. Maher (Eds.), Human ecodynamics in the North Atlantic pp. 101-116. Lanham, Maryland: Lexington Books. 

Lanigan, L. T., & Bartlett, D. W. 2013. Tooth wear with an erosive component in a Mediaeval Iceland population. Archives of Oral Biology, 58(10), 1450-1456.  

Lawson, I. T., Gathorne-Hardy, F. J., Church, M. J., Árni Einarsson, Edwards, K. J., Perdikaris, S., . . . Guðrún Sveinbjarnardóttir 2006. Human impact on freshwater environments in Norse and early medieval Iceland. In J. Arneborg & B. Grønnow (Eds.), Dynamics of northern societies: proceedings of the SILA/NABO Conference on Arctic and North Atlantic Archaeology, Copenhagen, May 10th-14th, 2004. pp. 375-382. Copenhagen: Aarhus University Press. 

Lawson, I. T., Gathorne-Hardy, F. J., Church, M. J., Newton, A. J., Edwards, K. J., Dugmore, A. J., & Árni Einarsson 2007. Environmental impacts of the Norse settlement: palaeoenvironmental data from Myvatnssveit, northern Iceland. Boreas, 36(1), 1-19. doi:10.1111/j.1502-3885.2007.tb01176. 

Laylock, A. 2015. What imported Viking Age and mediveal artifacts can tell us about trade and exchange in Mývatn, Iceland. Scandinavian-Canadian Studies, 22, 52-65. 

Lilja Laufey Davíðsdóttir, Lísabet Guðmundsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir Beck, Howell Roberts,  & Orri Vésteinsson 2017. New discoveries: Í Brekkum. Archaeologia Islandica, 12, 85-92. 

Lucas, G. 1998. Prehistory at Hofstaðir: An introduction to the 1996-1997 excavations. Archaeologia Islandica, 1, 119-122. 

Lucas, G., & McGovern, T. 2007. Bloody Slaughter: Ritual Decapitation and Display At the Viking Settlement of Hofstaðir, Iceland. European Journal of Archaeology, 10(1), 7-30. doi:10.1177/1461957108091480 

Lucas, G., & Roberts, H. M. 2011. Fornleifar í fersku ljósi. Nýjar rannsóknir á fjórum landnámsbýlum. In O. Vésteinsson, G. Lucas, K. Þórsdóttir, & R. G. Gylfadóttir (Eds.), Upp á yfirborðið. Nýjar rannsóknir í íslenskri fornleifafræði pp. 25-48. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.  

Magdalena M. E. Schmid, Anthony J. Newton, Andrew J. Dugmore, 2020. From Sites to Regional Synthesis: Collective Chronologies of Late Viking and Early Christian Activities in Iceland. Í Pedersen, A. & Sindbæk, S. (ritstj). Viking Encounters: Proceedings of the 18th Viking Congress. Aarhus, Aarhus University Press.  

Magnús Á. Sigurgeirsson, Hauptfleisch, U., Newton, A., & Árni Einarsson 2013. Dating of the Viking Age Landnám Tephra Sequence in Lake Mývatn Sediment, North Iceland. Journal of the North Atlantic(21), 1-11. doi:10.3721/037.004.m702 

Magnús Á. Sigurgeirsson. 1998. Gjóskulagarannsóknir á Hofstöðum 1992-1997. Archaeologia Islandica, 1, 110-118.  

Mainland, I. & Batey, C. 2019. The nature of the feast: commensality and the politics of consumption in Viking Age and Early Medieval Northern Europe. World archaeology. DOI: 10.1080/00438243.2019.1578260. 

Margaryan, A., Lawson, D., Sikora, M., Racimo, F., Rasmussen, S., Moltke, I., Cassidy, L., Jørsboe, E., Ingason, A., Willerslev, E. (preprint). Population genomics of the Viking world. DOI: 10.1101/703405. 

McCooey, B. 2021. The Forgotten Pigs and Goats of Iceland in a North Atlantic Context. In: Bartosiewicz, L., Choyke, A.M. (eds) Medieval Animals on the Move. Palgrave Macmillan, Cham. 

McGovern, T. H., Mainland, I., & Amorosi, T. 1998. Hofstaðir 1996-7: A preliminary zooarchaeological report. Archaeologia Islandica, 1, 123-128. 

McGovern, T. H., Perdikaris, S. P., Á. Einarsson, & Sidell, J. 2006. Coastal connections, local fishing, and sustainable egg harvesting: Patterns of Viking Age inland wild resource use in Myvatn district, Northern Iceland. Environmental Archaeology, 11, 187-205. 

McGovern, T. H., Orri Vésteinsson, Adolf Friðriksson, Church, M., Lawson, I., Simpson, I. A., Dunbar, E. 2007. Landscapes of settlement in northern Iceland: historical ecology of human impact and climate fluctuation on the millennial scale. American Anthropologist, 109(1), 27-51. https://doi.org/10.1525/aa.2007.109.1.27 

McGovern, T., Harrison, R., & Smiarowski, K. 2014. Sorting sheep and goats in medieval Iceland and Greenland: local subsistence, climate change, or world system impacts. In R. Harrison & R. A. Maher (Eds.), Human ecodynamics in the North Atlantic pp. 153-176. Lanham, Maryland: Lexington Books. 

McGovern, T.H., Hambrecht, G. & Hicks, M. 2019. Historical and longitudinal research strategies around Lake Mývatn, Iceland. In Ray, C. & Fernández-Götz, M. Historical ecologies, heterarchies and transtemporal landscapes. 

Mehler, N. 2003. Die bronene Ringkopfnadel aus Hofstaðir, Island. Germania, 81(1), 289-295. 

Mellows, A., Barnett, R., Dalén, L., Sandoval-Castellanos, E., Linderholm, A., McGovern, T. H., Larson, G. 2012. The impact of past climate change on genetic variation and population connectivity in the Icelandic arctic fox. Proceedings of the Royal Society B: Biological Sciences, 279(1747), 4568-4573. doi:10.1098/rspb.2012.1796 

Milek, K. 2012. The Roles of Pit Houses and Gendered Spaces on Viking-Age Farmsteads in Iceland. Medieval Archaeology 56(1), 85-130.  

Orri Vésteinsson & Ian A. Simpson 2004, ‘Fuel utilisation in pre-industrial Iceland. A micro-morphological and historical analysis.’ ed. Garðar Guðmundsson: Current Issues in Nordic Archaeology. Proceedings of the 21st Conference of Nordic Archaeologists, September 6th-9th 2001, Akureyri, Reykjavík, 181-87.  

Orri Vésteinsson2007, ‘“Hann reisti hof mikið hundrað fóta langt …”  Um uppruna hof-örnefna og stjórnmál á Íslandi í lok 10. aldar.’ Saga. Tímarit Sögufélags 45, 53-91. 

Orri Vésteinsson 2010, ‘Ethnicity and class in settlement period Iceland.’ The Viking Age: Ireland and the West. Papers from the Proceedings of the Fifteenth Viking Congress, Cork, 18-27 August 2005, eds. John Sheehan & Donnachadh Ó Corráin, Dublin: Four Courts Press, 494-510. https://shorturl.at/XBHvn 

Orri Vésteinsson2014, ‘Shopping for Identities: Norse and Christian in the Viking Age North Atlantic.’ Conversion and Identi https://shorturl.at/jlynwty in the Viking Age, ed. I. Garipzanov and R. Bonté, Turnhout: Brepols, 75-91.

Orri Vésteinsson & McGovern, T. H. 2012. The Peopling of Iceland. Norwegian Archaeological Review, 45(2), 206-218. doi:10.1080/00293652.2012.721792 

Orri Vésteinsson & Simpson, I. A. 2001. Fuel utilisation in pre-industrial Iceland. A micro-morphological and historical analysis. In G. Guðmundsson (Ed.), Current issues in Nordic archaeology pp. 181-187 . Reykjavík: Society of Icelandic Archaeologists. 

Orri Vésteinsson, McGovern, T. H. & Keller, C. 2002. Enduring impacts: Social and environmental aspects of Viking age settlement in Iceland and Greenland. Archaeologia Islandica, 2, 98-136. 

Orri Vésteinsson, Michelle Hegmon, Jette Arneborg, Glen Rice, Will G. Russell. 2019. Dimensions of inequality. Comparing the North Atlantic and the US Southwest. Journal of Anthropological Archaeology, 54, 172-191. 

Orri Vésteinsson. 2000. The archaeology of Landnám: Early settlement in Iceland. In W. W. Fitzhugh & E. I. Ward (Eds.), Vikings. The North Atlantic saga. pp. 164-174 . Washington: Smithsonian Institution Press. 

Outram, A. K. 2003. Comparing Levels of Subsistence Stress amongst Norse Settlers in Iceland and Greenland using Levels of Bone Fat Exploitation as an Indicator. Environmental Archaeology, 8(2), 119-128. doi:10. /env.2003.8.2.119 

Perdikaris, S., & McGovern, T. 2007. Walrus, Cod Fish, and Chieftains : Intensification in the Norse North Atlantic. In T. L. Thurston & C. T. Fisher (Eds.), Seeking A Richer Harvest: The Archaeology of Subsistence Intensification, Innovation, and Change pp. 193-216. New York: Springer Science+Business Media. 

Perdikaris, S., & McGovern, T. H. 2009. Viking Age economics and the origins of commercial cod fisheries in the North Atlantic. In L. Sicking & D. Abreu-Ferreira (Eds.), Fisheries of the North Atlantic, the North Sea and the Baltic pp. 61-90. Leiden: Brill. 

Plomp, K.A., Hildur Gestsdóttir, Dobney, K. & Collard. M. (2023). Mixed ancestry of Europeans who settled Iceland and Greenland: 3D geometric-morphometric analyses of cranial base shape Antiquity 97: 1249-1261. 

Plomp, K.A., Hildur Gestsdóttir, Dobney, K., Price, N. & Collard. 2021. The composition of the founding population of Iceland: a new perspective from 3D analysis of basicranial shape. PLoS ONE 16(2): e0246059. 

Ragnhildur Sigurðardóttir et al. (2019). Trolls, Water, Time, and Community: Resource Management in the Mývatn District of Northeast Iceland. In: Lozny, L., McGovern, T. (eds) Global Perspectives on Long Term Community Resource Management. Studies in Human Ecology and Adaptation, vol 11. Springer, Cham. 

Sayle, K. L., Cook, G. T., Ascough, P. L., Hildur Gestsdóttir, Derek, H. W., & McGovern, T. H. 2014. Utilisation of δ 13C, δ15N and δ34S analysis to understand 14C-dating anomalies within a late Viking Age community in north-east Iceland. Radiocarbon, 56(2), 811-821. 

Sayle, K. L., Cook, G. T., Ascough, P. L., Hastie, H. R., Árni Einarsson, McGovern, T. H., Adolf Friðriksson 2013. Application of 34S analysis for elucidating terrestrial, marine and freshwater ecosystems: Evidence of animal movement/husbandry practices in an early Viking community around Lake Mývatn, Iceland. Geochimica et Cosmochimica Acta, 120, 531-544. doi:http://dx.doi.org/10.1016/j.gca.2013.07.008 

Sayle, K. L., Hamilton, W. D., Cook, G. T., Ascough, P. L., Hildur Gestsdóttir & McGovern, T. H. 2016. Deciphering diet and monitoring movement: Multiple stable isotope analysis of the viking age settlement at Hofstaðir, Lake Mývatn, Iceland. American Journal of Physical Anthropology, n/a-n/a. doi:10.1002/ajpa.22939 

Sayle, K. L., Hamilton, W. D., Hildur Gestsdóttir  & Cook, G. T. 2016. Modelling Lake Mývatn’s freshwater reservoir effect: Utilisation of the statistical program FRUITS to assist in the re-interpretation of radiocarbon dates from a cemetery at Hofstaðir, north-east Iceland. Quaternary Geochronology, 36, 1-11.  

Schmid, M.M.E., Wood, R., Newton, A.J., Orri Vésteinsson & Dugmore, A.J. 2019. Enhancing radiocarbon chronologies of colonization: chronometric hygiene revisited. Radiocarbon, 51(2), 629-647.  

Simpson, I. A., Dugmore, A. J., Thomson, A. M., & Vésteinsson, O. 2001. Crossing the thresholds: Human ecology and historical patterns of landscape degradation. CATENA, 42, 176-192.  

Simpson, I. A., Garðar Guðmundsson, Thompson, A. M., & Cluett, J. 2004. Assessing the role of winter grazing in historic land degradation, Mývatnssveit, Northeast Iceland. Geoarchaeology, 19, 471-502. 

Simpson, I. A., Milek, K., & Garðar Guðmundsson 1998. Archaeological sediments and site formation at Hofstaðir, Mývatn, NE-Iceland. Archaeologia Islandica, 1, 129-142. 

Simpson, I. A., Milek, K., & Garðar Guðmundsson 1999. A reinterpretation of the great pit at Hofstaðir, Iceland using sediment thin section micromorphology. Geoarchaeology, 14(6), 511-530.  

Simpson, I. A., Orri Vésteinsson, Adderley, W. P., & McGovern, T. H. 2003. Fuel resource utilisation in landscapes of settlement. Journal of Archaeological Science, 30(11), 1401-1420. doi:http://dx.doi.org/10.1016/S0305-4403(03)00035-9 

Smiarowski, K., Harrison, R., Brewington, S., Hicks, M., Feeley, F. J., Dupont-Hébert, C.,  McGovern, T. H. 2017. Zooarchaeology of the Scandinavian settlements in Iceland and Greenland diverging pathways. In U. Albarella, M. Rizzetto, H. Russ, K. Vickers, & S. Viner-Daniels (Eds.), The Oxford handbook of zooarchaeology. Oxford: Oxford University Press. 

Thomson, A. M., & Simpson, I. A. 2007. Modeling historic rangeland management and grazing pressures in landscapes of settlement. Human Ecology, 35, 151.

Thomson, A.M. and Simpson, I.A. 2006.  A grazing model for simulating the impact of historical land management decisions in sensitive landscapes: Model design and validation.  Environmental Modeling and Software 21, 1096-1113. 

Tisdall, E., Barclay, R., Nichol, A., McCulloch, R., Simpson, I., Smith, H., & Orri Vésteinsson 2018. Palaeoenvironmental evidence for woodland conservation in Northern Iceland from settlement to the twentieth century. Environmental Archaeology, 23(3), 205-216. doi:10.1080/14614103.2018.1437105 

 

Greinar í vinnslu 

McGovern, T. H., Hildur Gestsdóttir, Oddgeir Isaksen, Brewington, S., Harrison, R., Hicks, M., & Smiarowski, K. (í vinnslu). Medieval climate impact and human response: an archaeofauna circa 1300 AD from Hofstaðir in Mývatnssveit, N. Iceland. Journal of the North Atlantic. 

Ritgerðir

BA/BS      

Björgvin Már Sigurðsson. 2019. Rannsókn á beinprjónum á Íslandi frá víkingaöld (B.A), Háskóli Íslands, Reykjavík.  

Brynja Árnadóttir. 2023. Mikilvægi innfluttra muna: Erlend viðskiptatengsl á Skútustöðum frá 900-1500. (B.A.), Háskóli Íslands, Reykjavík.   

Ingibjörg Vigdís Ottósdóttir 2015. Upp að hvaða marki fylgja járnnaglar á Íslandi tímatalsfræðilegri formgerðarflokkun? Rannsókn á járnnöglum. (B.A.), Háskóli Íslands, Reykjavík. 

Jónas Haukdal Jónasson 2014. Eldstæði. Flokkun eldstæða í Sveigakoti. (B.A), Háskóli Íslands, Reykjavík. 

MA/MS 

Coleman, W. 2019. Hrísheimar: Fish Consumption Patterns. (M.A.), CUNY Hunter College. 

Hólmfríður Sveinsdóttir 2019. Carving the cross and beast: The Icelandic assemblage of decorative bone pins. (M.A.), University of Glasgow. 

Hulda Björk Guðmundsdóttir 2018. Hrísheimar í Mývatnssveit. Gripasafn frá víkingaöld borið saman við nágrannabæina Hofstaði og Sveigakot. (M.A.), Háskóli Íslands, Reykjavík. 

Jeffries, E. 2011. The archaeology of children in northern Iceland: Analysis of the infant assemblages from Hofstaðir and Keldudalur. (M.Sc), University of Sheffield.   

Jóhanna Valgerður Guðmundsdóttir. 2023 Vefst staðurinn fyrir okkur? Rannsókn á staðsetningu vegstaðarins á Íslandi á víkingaöld og miðöldum út frá kljásteinafundum. (M.A.), Háskóli Íslands, Reykjavík. 

Lanigan, L. T. 2011. Acid erosion in the dental enamel of an early Medieval Icelandic population. (M.Sc), University College London. 

Nikola Trbojevic 2009. Comparative Analysis of Viking Age Pit Houses. (M.A.), Háskóli Íslands, Reykjavík. 

Sigrid M. Juel. 2009. Whetstones from Viking Age Iceland. As part of the Trans-Atlantic trade in basic commodities.  (M.A.), Háskóli Íslands, Reykjavík.  

 Sua, M. 2020. Tracing the Human-Avian Relationship in Iceland. (M.A.), CUNY Hunter College. 

PhD 

Barclay, R. 1999. Formation, cultural use and management of Icelandic wet meadows – a paleoenvironmental interpretation. (PhD.), University of Stirling. 

Brown, J. 2010. Human responses, resilience and vulnerability: An interdisciplinary approach to understanding past farm success and failure in Mývatnssveit, northern Iceland. (Ph.D.), University of Stirling. 

Collins, C. 2018. Palaeopathology of Maxillary Sinusitis, Otitis Media and Mastoiditis in Medieval Iceland: Assessing the prevalence and aetiology of chronic upper respiratory disease and the presence of tuberculosis using microscopy, endoscopy and CT. (Ph.D), University of Reading.   

Ewens, V. 2010. An odontological study of ovicaprine herding strategies in the North Atlantic islands. The potential of dental enamel defects for identifying secondary product utilisation in an archaeological context. (Ph.D), University of Bradford, Bradford. 

Hicks, Megan 2019. Rural Household Ecology of Iceland in the Emergent Atlantic World. (Ph.D.). City University of New York. 

Hildur Gestsdóttir. 2014. Osteoarthritis in Iceland. An archaeological study. (Ph.D.), University of Iceland, Reykjavík. 

Hogg, Lara. 2015. Humans and animals in the North Atlantic. (Ph.D.), Cardiff University. 

Horsley, T. J. 2004. The potential of geophysical prospection techniques for archaeological field evaluation in Iceland. (PhD), University of Bradford. 

Koster, Willem Wilmer. 2023. Seeing the wood for the trees. Rethinking 700 years of vegetation change in Iceland using meta-analysis of palaeoecological datasets and landscape scale model reconstructions.  (Ph.D.). University of St. Andrews. 

Margaryan, A. 2017. Population genomics of vikings. (Ph.D.), University of Copenhagen. 

Milek, K. 2007. Houses and households in early Icelandic society : geoarchaeology and the interpretation of social space. (Ph.D.), University of Cambridge. 

Thomson, Amanda. 2003. A modelling approach to farm management and vegetation degradation in pre-modern Iceland. (Ph.D), University of Stirling. 

Trbojevic, Nikola. 2016. The Impact of Settlement on Woodland Resources in Viking Age Iceland. (Ph.D.). University of Iceland, Reykjavík. 

Wooding, J. E. 2010. The identification of bovine tuberculosis in zooarchaeological assemblages. Working towards differential diagnostic criteria. (Ph.D.), University of Bradford. 

Skýrslur  

Adolf Friðriksson & McGovern, T. H. 2011. Hrísheimahundurinn. Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS478-03262. 

Adolf Friðriksson, & Orri Vésteinsson 1996. Hofstaðir í Mývatnssveit. Uppgraftarskýrsla 1996 Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS026-91014. 

Adolf Friðriksson, & Orri Vésteinsson. 1995. Fornleifarannsóknir á Hofstöðum í Mývatnssveit Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS011-91024. 

Adolf Friðriksson, & Orri Vésteinsson. 1997. Hofstaðir í Mývatnssveit: framvinduskýrsla Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS042-91015. 

Adolf Friðriksson, & Orri Vésteinsson. 1998. Hofstaðir 1998. Framvinduskýrslur Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS062-91016. 

Adolf Friðriksson, Orri Vésteinsson, Lucas, G., McGovern, T., Simpson, I., Urbanczyck, P., Magnús Á. Sigurgeirsson 2005. Landnám og menningarlandslag. Fornleifarannsóknir í S-Þingeyjarsýslu 2002-2004 Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS293-02262. 

Ágústa Edwald, & McGovern, T. 2010. Skútustaðir midden investigations. Mývatn Northern Iceland 2009.

Ágústa Edwald. 2009. Öskuhaugarannsóknir á Skútustöðum í Mývatnssveit. Framvinduskýrsla I Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS419-08271. 

Ágústa Edwald. 2010. Öskuhaugarannsóknir á Skútustöðum í Mývatnssveit 2009. Framvinduskýrsla II Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS447-08272. 

Birna Lárusdóttir, Elín Ósk Hreiðarsdóttir, Hildur Gestsdóttir, Orri Vésteinsson, & Sædís Gunnarsdóttir. 2000. Fornleifaskráning í Skútustaðahreppi IV: Fornleifar við norðan- og austanvert Mývatn, milli Grímsstaða og Kálfastrandar auk afréttarlanda Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS118-96014. 

Elín Ósk Hreiðarsdóttir & Orri Vésteinsson. 1999. Fornleifaskráning í Skútustaðahreppi III: Fornleifar við sunnanvert Mývatn, milli Haganess og Garðs Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS086-96013. 

Elín Ósk Hreiðarsdóttir &Orri Vésteinsson 1998. Fornleifaskráning í Skútustaðahreppi II: Fornleifar í Baldursheimi, á Litlu-Strönd, Arnarvatni, Neslöndum, Vindbleg og Geirastöðum Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS049-96012. 

Guðrún Alda Gísladóttir & Orri Vésteinsson. 2008. Archaeological investigations at Sveigakot 2006 Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS376-00217.  

Hicks, M et al. 2014.  2013 Excavations at Skútustaðir, N. Iceland – a preliminary report. Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS544-8275), Reykjavík.  

Hicks, M. 2010. Skútustaðir: an Interim Zooarchaeological Report following the 2009 Field Season. CUNY NORSEC Laboratory Report No. 48. 

Hicks, M. 2013. Midden excavations at Skútustaðir N. Iceland 2011 Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS510-08274.

Hicks, M., & Harrison, R. 2008. A Preliminary Report of the 2008 Midden Excavation at Skutustadir, N Iceland. 

Hildur Gestsdóttir & Oddgeir Isaksen. 2011. Fornleifarannsókn á kirkjugarði á Hofstöðum í Mývatnssveit sumarið 2010 (Framvinduskýrsla). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands, FS455-910113. 

Hildur Gestsdóttir & Oddgeir Isaksen. 2014. Hofstaðir 2013. Interim report. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands, FS533-910116.

Hildur Gestsdóttir, Lilja Laufey Davíðsdóttir og Orri Vésteinsson. 2020. Hofstaðir í Mývatnssveit. Fornleifarannsókn 2019. Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands FS793-910122. 

Hildur Gestsdóttir. 2004. Hofstaðir 2003. Framvinduskýrsla/Interim report. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands, FS230-910111.  

Hildur Gestsdóttir. 2006. Hofstaðir 2004. Interim Report. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands, FS311-910112. 

Hildur Gestsdóttir. 2015. Hofstaðir 2014. Interim report. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands, FS557-910117.

Hildur Gestsdóttir. 2016. Hofstaðir 2015. Interim report. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands: FS604-910118. 

Hildur Gestsdóttir. 2021. Hofstaðir í Mývatnssveit. Fornleifarannsókn 2020. Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS839-910123. 

King, G., & Forbes, V. 2010. Archaeoentomological investigations at Skútustaðir, Mývatnssveit, N-Iceland.  

Lilja Laufey Davíðsdóttir og Orri Vésteinsson. 2017. Í Brekkum. Fornbýli í Mývatnssveit. Fornleifarannsókn 2017. Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS699-910120. 

Lilja Laufey Davíðsdóttir og Orri Vésteinsson. 2018. Hofstaðir í Mývatnssveit. Fornleifarannsókn 2018. Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS726-910121. 

Lucas, G. 1999. Hofstaðir 1999. Framvinduskýrslur/Interim report Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS102-91017. 

Lucas, G. 2001. Hofstaðir 2000. Framvinduskýrslur/Interim report Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS130-91018. 

Lucas, G. 2002. Hofstaðir 2001. Framvinduskýrslur/Interim report Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS167-91019. 

Lucas, G. 2003. Hofstaðir 2002. Framvinduskýrslur/Interim report Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS193-910110. 

McGovern, T. H., Smiarowski, K., & Harrison, R. 2011. Hard times at Hofstaðir? An archaeofauna circa 1300 AD from Hofstaðir in Mývatnssveit, N Iceland. 

Oddgeir Isaksen, & Hildur Gestsdóttir. 2012. Fornleifarannsókn á kirkjugarði á Hofstöðum í Mývatnssveit sumarið 2011 (Framvinduskýrsla). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands, FS485-910114. 

Oddgeir Isaksen, & Hildur Gestsdóttir. 2012. Fornleifarannsókn á kirkjugarði á Hofstöðum í Mývatnssveit sumarið 2012 (Framvinduskýrsla). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands, FS504-910115. 

Orri Vésteinsson. 1996. Fornleifaskráning í Skútustaðahreppi I: Fornleifar á Hofstöðum, Helluvaði, Gautlöndum og í Hörgsdal. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands, FS022-96011.  

Orri Vésteinsson. 2001. Archaeological investigations at Sveigakot. 1998-2000 Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS134-00211. 

Orri Vésteinsson. 2002. Archaeological investigations at Sveigakot 2001 Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS173-00212.  

Orri Vésteinsson. 2003. Archaeological investigations at Sveigakot 2002 Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS206-00213. 

Orri Vésteinsson. 2003. Fornleifarannsókn á Steinboga í Mývatnssveit 2002 Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS189-02072. 

Orri Vésteinsson. 2003. Landscapes of settlement. Reports on investigations at six medieval sites in Mývatnssveit Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS218-02261. 

Orri Vésteinsson. 2004. Archaeological investigations at Sveigakot 2003 Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS242-00214. 

Orri Vésteinsson. 2005. Archaeological investigations at Sveigakot 2004 Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS265-00215. 

Orri Vésteinsson. 2006. Archaeological investigations at Sveigakot 2005 Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS308-00216. 

Orri Vésteinsson. 2008. Archaeological investigations in Mývatnssveit 2007 Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS386-02263. 

Orri Vésteinsson. 2011. Archaeological investigations in Mývatnssveit. Reykjadalur and Svartárkot 2010 Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS454-02264. 

Orri Vésteinsson. 2016. Hofstaðagarðshorn. Preliminary investigations 2016. Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS629-910119. 

Ragnar Edvardsson, & McGovern, T. 2007. Hrísheimar 2006. Interim report. 

Ragnar Edvardsson, & McGovern, T. H. 2011. Hrísheimar 2005. Interim report Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS479-03223. 

Ragnar Edvardsson. 2003. Hrísheimar 2003. Interim report Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS223-03221.  

Ragnar Edvardsson. 2005. Hrísheimar 2004 Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, FS278-03222. 

Thomas H. McGovern & Sophia Perdikaris. 2002. Preliminary Report of Animal Bones from Hrísheimur, Mývatn District, Northern Iceland. NORSEC report.  

Thomas H. McGovern, Sophia Perdikaris, Ramona Harrison, Konrad Smiarowski, Norie Manigault. 2006. An Interim Report of the Viking Age Archaeofauna From Hrísheimar, Mývatn District, N Iceland. NORSEC Laboratory Report No. 32.